Download Print this page

HERKULES BS 200 Original Operating Instructions page 137

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 15
Anleitung_BS_200_SPK7:_
7.2. Sagarblað spennt (myndir 1/6)
VARÚÐ! Þegar að tækið hefur staðið lengi verður
að spenna sagarblaðið, það er að segja áður en
að sögin er notuð verður að athuga hvort að
sagarblaðið sé nægilega spennt.
Snúið spenniskrúfunni (9) til þess að spenna
sagarblaðið (26) réttsælis.
Rétt spenna finnst með því að þrýsta
sagarblaðinu með fingrunum til hliðar, um það bil
mitt á milli sagarblaðshjólunum (7+ 8). Þar ætti að
vera hægt að þrýsta sagarblaðinu (26) takmarkað
til hliðar (um það bil 1-2 mm).
VARÚÐ! Ef spennan er of mikil getur sagarblaðið
slitnað. SLYSAHÆTTA! Ef spennan er ekki
nægilega mikil getur sagarblaðshjólið (7) ekki
drifið sagarblaðið áfram þannig að það stöðvast.
7.3 Sagarblað stillt
VARÚÐ! Áður en að hægt er að stilla sagarblaðið
verður það að vera rétt spennt.
Losið hliðarlokið (12) með því að opna
hliðarlæsinguna (13).
Snúið efra sagarblaðshjóli (8) varlega réttsælis.
Sagarblaðið (26) ætti að vera á miðju
sagarblaðshjólsins (8). Ef svo er ekki, þá verður
að breyta halla efra sagarblaðshjólsins (8).
Ef að sagarblaðið (26) leitar meira að aftari hluta
sagarblaðshjóls (8), það er að segja í átina að
tækisgrindinni (25) verður að snúa stilliskrúfunni
(22) rangsælis, á meðan verður að snúa
sagarblaðshjólinu (8) varlega með hinni hendinni,
til þess að athuga staðsetningu sagarblaðsins
(26).
Ef að sagarblaðið (26) leitar að fremri kanti
sagarblaðshjólsins (8), þá verður að snúa
stilliskrúfunni (22) réttsælis.
Eftir að búið er að stilla efra sagarblaðshjólið (8)
verður að yfirfara staðsetningu sagarblaðsins (26)
á neðra sagarblaðshjólinu (7). Sagarblaðið (26)
ætti hér einnig að vera á miðju sagarblaðshjólinu
(7). Ef svo er ekki, verður að stilla halla efra
sagablaðshjólsins (8) aftur.
Áður en að stillingin á efra sagarblaðshjólinu (8)
sést á því neðra (7), verður að snúa
sagarblaðshjólinu um nokkra snúninga.
Eftir að búið er að stilla sagarblaðið verður að
loka aftur hliðarlokinu (12) og læsa því með
læsingunni (13).
7.4. Sagarblaðsstýring stillt (myndir 7 - 10)
Stilla verður stýrilegur (30 + 31) og stýripinna (28
+ 29) í hvert skipti sem skipt er um sagarblað.
Opnið hliðafhlífina (12) með því að losa um lás
hennar (13).
04.10.2010
10:03 Uhr
Seite 137
7.4.1. Efri stýrilega (30) stillt
Losið skrúfuna (33)
Rennið stýrilegu (30) þannig að hún liggi upp að
en komi ekki við sagarblaðið (26) (hámark
0,5mm)
Herðið skrúfuna (33) aftur.
7.4.2. Neðri stýrilega (31) stillt
Fjarlægið sagarborðið (15)
Hallið sagarblaðahlífinni (34) í burtu.
Stillingin er framkvæmd eins og stilling efri
stýrilegu.
Stýrilegur (30 + 31) styðja einungis við
sagarblaðið (26) á meðan að sagað er. Þegar að
sögin gengur laus ætti sagarblaðið ekki að snerta
legurnar.
7.4.3. Efri stýripinni (28) stilltur
Losið sexkantskrúfuna (35)
Rennið festingu (36) stýripinna (28), þannig að
fremri kantur stýripinnans (28) sé um það bil 1mm
aftan við grunn sagarblaðstannanna.
Herðið aftur sexkantskrúfuna (35).
VARÚÐ! Sagarblaðið skemmist ef að tennur þess
koma við stýripinnana.
Losið sexkantskrúfurnar (37).
Renni stýripinnunum báðum (28) það langt í
áttina að sagarblaðinu, þannig að millibilið á milli
stýripinnanna (28) og sagarblaðs (26) sé hámark
0,5mm. (sagarblaðið má ekki festast)
Herðið aftur sexkantskrúfur (37).
Snúið efra sagarblaðshjóli (8) um nokkra
snúninga.
Yfirfarið aftur stillingu stýripinnanna (28) og stillið
aftur ef að þörf er á því.
7.4.4. Neðri stýripinnar (29) stilltir
Fjarlægið sagarborð (15)
Losið skrúfu (40)
Renni festingu (49) stýripinna (29), þar til að
fremri kantur stýripinnanna (29) sé um það bil
1mm aftan við grunn sagarblaðatannanna.
Herðið skrúfuna (40) aftur.
VARÚÐ! Sagarblaðið skemmist ef að tennur þess
koma við stýripinnana.
Losið skrúfurnar (38).
Renni stýripinnunum báðum (29) það langt í
áttina að sagarblaðinu, þannig að millibilið á milli
stýripinnanna (29) og sagarblaðs (26) sé hámark
0,5mm. (sagarblaðið má ekki festast)
Herðið aftur sexkantskrúfur (38).
Snúið neðra sagarblaðshjóli (7) um nokkra
snúninga.
Yfirfarið aftur stillingu stýripinnanna (29) og stillið
aftur ef að þörf er á því.
IS
137

Advertisement

loading

This manual is also suitable for:

43.080.25