KitchenAid 5KES100 Manual page 183

Hide thumbs Also See for 5KES100:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 20
Lögunarhaus
Lögunarhaus af almennri stærð er úr krómhúðu látúni, til
að tryggja langa endingu og stöðugt hitastig við lögun.
Lögunarketillinn er festur beint á hausinn, svo að
lögunarsamtæðan hitni vel og vandlega.
Froðuarmur & túða
Losið gufu eða heitt vatn um froðuarminn. Arminn má
hreyfa bæði lóðrétt og lárétt, þar til heppilegri stöðu er náð.
Túðan bætir froðuna og hana má taka af vegna þrifa.
Lekabakki
Stór bakki, sem hægt er að losa af, og tekur við því sem
hellist niður. Má þvo í efstu hillu uppþvottavélar. Í bakkanum
er plata úr ryðfríu stáli, sem einnig er hægt að losa.
Mælir sem sýnir að lekabakkinn sé fullur
Vísir sem sýnir hvenær lekabakkinn er að fyllast.
Vatnsgeymir
Vatnsgeyminn má auðveldlega losa af vélinni, með því að
renna honum til hægri eða vinstri, svo auðvelt sé að fylla á
hann. Auk þess er auðvelt að koma auga á „max" (1,8 lítrar)
og „min" strikin. Geymirinn er hálfgagnsær svo auðvelt er
að koma auga á vatnsborðið. Geyminn má þvo í efstu
hillinni í uppþvottavél.
Bollagrind
Ofan á vélinni má geyma og hita 4 til 6 expressóbolla. Grind
úr ryðfríu stáli kemur í veg fyrir að þeir brotni.
Expressó (
) hitamælir fyrir ketil
Skífumælir sem gefur til kynna hvenær ketillinn hefur náð
besta lögunarhita.
Froðu (
) hitamælir fyrir ketil
Skífumælir sem gefur til kynna hvenær ketillinn hefur náð
besta freyðingarhita.
Síuhaldari
Síuhaldari af almennri stærð, úr krómhúðuðu látúni og með
handfangi með þægilegu gripi. Er festur á lögunarhausinn
með þéttum snúningi til hægri.
Helstu þættir Expressó Vélarinnar
Síukörfur
Síukörfur úr ryðfríu stáli smella inn í síuhaldarann. Notið
minni körfuna fyrir stakan bolla (30 ml) af expressó, og þá
stærri fyrir tvo (60 ml). Í minni körfuna má einnig setja þar til
gerða kaffipoka.
Froðukanna
255 ml froðukannan úr ryðfríu stáli er ómissandi fyrir
froðuna.
Þjappa
Jafnar kaffinu þétt í síukörfuna.
Kaffiskeið og sigtisbursti
Notið eina skeið af kaffi í hvern bolla (30 ml) af expressó.
Sigtisburstinn er þægilegur til að strjúka kaffikorn af
lögunarhausnum og sigtinu.
Sést ekki á mynd:
Tvöfaldur ketill
Aðskildir katlar útrýma biðinni, sem er óhjákvæmileg þegar
notuð er vél með einum katli, þegar skipta á milli freyðingar
og lögunar. Hitaelementin snerta aldrei vatnið: Þau liggja
utan við ketilinn til að tryggja fullkomið hitastig, samræmi
og viðnám við brunasliti. Katlarnir hitna fljótt og ná
ákjósanlegu uppáhellingarhitastigi á a.m.k. sex mínútum.
Dropafrítt kerfi með þriggja gata ventli
Þriggja gata ventillinn kemur svo gott sem alveg í veg fyrir
að það dropi úr vélinni, með því að draga skyndilega úr
þrýstingi í lögunarsamstæðunni þegar slökkt er á dælunni.
Síuhaldarann má fjarlægja strax eftir lögun, án þess að
hætta sé á að korgur dreifist um allt.
15 bara dæla
Sér dæla sem auðveldlega gefur þennan 15 bara þrýsting
sem er einmitt það sem fullkomið expressó krefst.
5

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents